Caburnio 2013

Tenuta Montoti er vínhús í Maremma við vesturströnd Toskana, svæði sem hefur verið í mikilli sókn síðustu ár. Í Maremma rétt eins og Bolgheri eru víngerðarmenn ekki eins bundnir af gömlum hefðum og á hinum klassískari svæðum Toskana og geta leyft sér að nota alþjóðlegar þrúgur eins og í þessari blöndu en Caburnio er blanda af fimm þrúgum, Cabernet Sauvignon, Merlot, Alicante Bouschet, Cabernet Franc og Merlot. Monteti er ungt vínhús eins og flest önnur á svæðinu, og var byrjað að rækta vínvið á ekrunum fyrir 20 árum.

Vínið er dimmrautt og í nefi eru fersk og sólþroskuð dökk ber, sólber og krækiber, angan af villtum kryddjurtum og tóbakslaufum, Cabernet-þrúgan leynir sér ekki, gefur víninu fínan tannískan strúktúr, ávöxturinn er tær og ferskur og eikin spilar með án þess að taka yfir. Hörkuflottur Ítali og frábært matarvín.

90%

2.890 krónur. Frábær kaup. Með bragðmiklum ítölskum mat.

  • 9
Deila.