Louis Bouillot Perle de Vigne Brut

Louis Bouillot er vínhús í Nuits-Saint-Georges, stofnað 1877 er hefur síðustu árin verið í eigu Jean-Claude Boisset. Bouillot sérhæfir sig í framleiðslu á Crémant-vínum sem eru hin freyðandi vín Búrgundarhéraðsins. Þetta er raunar sama þrúgublanda og í kampavínum, Chardonnay og Pinot Noir og Crémant-vín og kolsýrugerjunin er í flösku rétt eins og í nágrannahéraðinu Champagne.

Þó að þetta sé ekki árgangsvín eru auðvitað ávallt mismunandi nýir og mismunandi árgangar í blöndunni. Vínið er ljósgult og freyðir með þéttum og mildum bólum, þroskuð gul epli, eplabaka, ristaðar möndlur og sítrus,  það er mjög þurrt og þægilegt, elegant og afskaplega vel balanserað.

80%
  • 8
Deila.