Finca Carbonera 875 m Chardonnay 2017

Chardonnay er ekki þrúga sem við tengjum venjulega við Rioja á Spáni en þar eins og svo víða annars staðar lætur hún til sín taka og er ein af þeim ný þrúgum sem leyfilegt er að nota við gerð hvítvína héraðsins, þ.e.a.s. ef þau ætla að skilgreina sig sem DO Rioja. Finca Carbonera er vínbúgarður í eigu vínhússins El Coto og nafn vínsins vísar til hæðar ekrunnar yfir sjávarmáli, 875 metrar,

Það er svolítið búrgundarlegur stíll á þessu víni, víngerjunin fer fram í frönskum eikartunnum, sem setur margt sitt á vínið, liturinn er ljósgulur og það fléttast vanilla og angan af nýbökuðu croissant saman við þroskuð eplu og sætan sítrusávöxt. Vínið hefur ágætan ferskleika og lengd, þétt og mjúkt.

80%

2.199 krónur. Frábær kaup. Þetta er ekki flókið vín en fínt sumargrillvín með laxinum og jafnvel humri.

  • 8
Deila.