Sólveig – Sumar í glasi frá Borg

Einn af sumar bjórum Borgar, Sólveig er mætt í hillur Vínbúða á hárréttum tíma núna rétt fyrir Eurovision. Þetta er 6. árið sem Sólveig lítur dagsins ljós og ef til vill má segja að hér sé besta útgáfan hingað til.

Sólveig er það sem Borg Brugghús kallar vel humlaður þýskur hveitibjór. Í ár finnst hinsvegar lítið af hinum þýska bananakeim sem einkennir hveitibjóra í þeim stíl en í stað þess leika humlar aðalhlutverkið í ár. Talsverðir ávaxtatónir og gnægð humla gera Sólveig að hinum fínasta sumar bjór sem mun fara vel í landann hvort sem það er yfir Eurovision, í pottinum eða á sólpallinum.

Skál!

 

Deila.