Freixenet er auðvitað eitt þekktasti framleiðandi spænskra Cava-freyðivína en þetta ágæta vínhús er einnig farið að framleiða freyðivín utan Spánar eins og þetta ítalska freyðivín sem er blanda úr Pinot Noir og Prosecco-þrúgunni Glera.
Liturinn er fölbleikur og bólurnar þéttar og fínar. Í nefinu jarðarber og hindber og bricohe. Milt og þægilegt, með mjúkum og örlítið sætum ávexti í munni.
70%
2.290 krónur. Mjög góð kaup.
-
7