Trapiche Medalla Cabernet Sauvignon 2015

Trapiche er eitt stærsta vínhús Argentínu og er líkt og mörgu bestu vínhúsum landsins með aðsetur í Mendoza-héraði.  Þetta er hið prýðilegasta Cabernet-vín úr Medalla-línunni, dökkt með plómum og sólberjum í nefi, ávöxturinn er heitur og út í að vera þurrkaður, töluvert kryddað með mildum lakkrís. Mjúkt, þykkt og þægilegt í munni.

80%

2.699 krónur. Frábær kaup. Með grilluðu kjöti og langelduðum pottréttum.

  • 8
Deila.