Matsu el Recio 2016

Toro er vínræktarsvæði í norðausturhluta Spánar sem hefur verið að sækja verulega í sig veðrið á síðustu árum. Þrúga héraðsins sem kölluð Tinta del Toro er í raun afbrigði af hinni góðkunnu Tempranillo, sem einnig er ræktuð í Rioja og Ribera del Duero. Við fjölluðum ítarlegar um þetta svæði eftir heimsókn þangað á sínum tíma og má lesa þá grein með því að smella hér.

Hinar einstöku aðstæður í Toro, ekki síst möguleikinn á að nýta þrúgur af áratugagömlum vínvið er þroskast við einstakar aðstæður hafa dregið að sér sífellt fleiri hæfileika víngerðarmenn á síðustu árum og eru vínin framleidd undir merkjum Bodegas Matsu hluti af þeirri bylgju. Matsu framleiðir fjögur vín og við fjölluðum nýlega um það sem segja má að sé „fyrst“ í röðinni eða  El Picaro. Næst kemur þetta vín hér – el Recio. Rétt eins og hið fyrsta er það gert úr Tinta del Toro, það er hins vegar eikaðra og strúktúreraðra enda fer víngerjun fram í franskri eik og vínið látið liggja áfram í henni í rúmt ár. Svarblátt á lit með sætum svörtum og krydduðum ávexti, sæt vanilla og dökkristað kaffi, súkkulaði og reykur. Það er mjög þykkt í munni, tannín taka í en eru mjúk, vínið öflugt, ferskt og langt.

90%

2.698 krónur. Frábær kaup. Mikið og flott vín fyrir peninginn. Umhellið gjarnan og berið fram með bragðmiklum mat, jafnvel villibráð.

  • 9
Deila.