Casa Concha Cabernet Sauvignon 2017

Marques de Casa Concha Cabernet Sauvignon frá Concha y Toro er frábært dæmi um það hversu vel þessi franska þrúga nýtur sín í Maipo-dalnum í Chile, einu elsta víngerðarhéraði landsins.  Svarblátt á lit, í nefi sólber og krækiber, örlítil mynta, eikin er mild og heldur sig tilbaka, tekur ekki völdin, tannín mjúk og þægileg, vínið hefur góða lengd og ferskleika í sýru.

90%

3.099 krónur. Frábær kaup. Með villigæs eða nauti.

  • 9
Deila.