Það hafa mörg spennandi vín verið að bætast við að undanförnu. Spánn heldur áfram að vera uppspretta frábærra vína, bæði rauðra og hvíta. Það ættu allir að kíkja á hið hvíta Chardonnay frá Pagos-víngarðinum Balagueses. Þá höfum við nýlega smakkað nokkur mjög góð Rioja-vín, t.d. Baigorri Reserva, sem er nýtt í vínbúðunum og svo nýjan árgang af hinu klassíska Gran Reserva víni frá Coto de Imaz.
Frakkland á alltaf sína flottu fulltrúa. Frábært freyðivín er til dæmis Louis de Grenelle Grand Cuvée Brut frá þorpinu Saumur í Loire. Hið einstaklega flotta hvítvín Chateau Fuissé Tete de Cuvée, Chardonnay-vín frá einu besta vínhúsi Pouilly-Fuissé syðst í Búrgund. Þá er ekki síður hægt að mæla með hinu magnaða suður-franska rauðvíni frá Chateau Sauvageonne, sem líkt og önnur vínhús Bertrand leggur áherslu á lífeflda eða bíódýnamíska ræktun.
Og það verður auðvitað líka að horfa til Ítalíu. Við smökkuð alveg hreint frábært hvítvín þaðan nýlega, Pietragrande frá Lunelli-fjölskyldunni og einnig reyndist Maremma-vínið Poggio al Tufo vera mjög spennandi.
Aðra nýlega víndóma getið þið séð með því að smella hér.