Brio de Cantenac Brown 2015

Brio er „sécond“ eða það sem kallað er annað vínið frá Chateau Cantenac Brown í Margaux í Bordeaux. Það verður ekki af Brio skafið að það er nær undantekningarlaust frábært og gefur manni kost á að fá alvöru Bordeaux af Grand Cru ekrum fyrir töluvert minni peninginn en „stóru“ Chateau-vínin. 2015 árgangurinn er klassískur Margaux, dökkur og þéttur ávöxtur, kryddaður með dökku súkkulaði, kaffi, þéttriðinn tannískur strúktur, sýrumikið og ferskt, þetta er vín sem þarf að umhella og mun batna við geymslu á næstu 3-5 árum.

90%

5.798 krónur. Frábær kaup. Skólabókar Margaux, umhellið 1-2 klukkustundum áður en vínið er borið fram. Með hreindýri eða andarbringum.

  • 9
Deila.