Herencia Altés Cupatge Negre 2018

Terra Alta er víngerðarsvæði í fjöllunum vestur af Zaragosa í sunnaverðri Katalóniu. Þar byrjaði hin unga víngerðarkona Nuria Altés að framleiða vín árið 2010. Það er löng hefð fyrir vínrækt í fjölskyldunni og hún byrjaði með þrúgum sem hún keypti af föður sínum.  Cupatge er blanda úr Carinena, Garnacha og Syrah. Rauður ávöxtur ríkjandi, rifsber, kirsuber beiskar möndlur, þéttur og þykkur ávöxturinn er mjúkur í munni, langt og ferskt.

90%

2.795 krónur. Frábær kaup, einstaklega flottur ávöxtur í þessu víni. Með ljósu kjöti s.s. kalkún og grísasteik og jafnvel lambi.

  • 9
Deila.