Cerro Anon Reserva 2015

Það var árið 1973 sem að Bodegas Olarra reisti tilkomumikið og nútímalegt víngerðarhús í útjaðri Logrono, höfuðborgar Rioja-héraðsins.  Það var ekki einungis arkitektur hússins sem að vakti athygli heldur einnig hvernig hönnun var nýtt við víngerðarferlið til að mynda með þakhvelfingum sem að draga úr líkunum á hitasveiflum innandyra. Cerro Anon er eitt af vínum Olarra og Reserva-vínið er blanda úr fjórum meginþrúgum Rioja, Tempranillo, Garnacha, Graciano og Mazuelo. Þetta er sígilt og tignarlegt Rioja-vín, Dökkur krækiberja og sólberjaávöxtur, eikin er áberandi, það er notuð bæði ný frönsk og amerísk eik við víngerðina, sem gefur kaffi og kókostóna, reyk. Vínið er kröftugt en tannínin eru þroskuð og mjúk, áferðin þægileg, vínið langt. Frábært með mat.

90%

2.795 krónur. Frábær kaup. Tilvalið vín með nautakjöti, þess vegna nautalund Wellington. Einnig með lambakjöti.

  • 9
Deila.