Chateau l’Hospitalet Grand Vin 2016

Chateau l‘Hospitalet er eitt af djásnunum í eignasafni Gerard Betrand. Þarna eru höfuðstöðvar hans og þarna heldur hann árlega mikla jasshátíð sem dregur til sín heimsþekkta tónlistarmenn. Landareignin er í hæðunum rétt vestur af borginni Narbonne í Languedoc og teygja ekrurnar sig þar í átt að Miðjarðarhafinu. Allt um kring eru ekrurnar umluknar klöppum (svæðið heitir meira að segja la Clape) þaktar garrigue-gróðri, villtum rósmarínrunnum og öðrum lágreystum gróðri sem að berst við að lifa af í þessu þurra og hrjóstruga umhverfi.

Líkt og á öðrum helstu vínhúsum sínum framleiðir Bertrand þrjá flokka af víni á Hospitalet. Annars vegar Chateau-vín líkt og það sem er fáanlegt hér frá Sauvageonne og Villemajou, þá „Grand Vin“ sem er vín af þrúgum af bestu runnunum og síðan ofurvín af litlum smáskika einnan eignarinnar.

Vínið er dimmfjólublátt og angan þess heit og krydduð, ávöxturinn er á mörkum þess að vera sultaður, bláber og krækiber í bland við kryddjurtir og austurlenska reykelsisangan. Þétt, kröftug, fín tannín, fersk sýra, langt.

90%

4.998 krónur. Frábær kaup. Með villibráð og lambi.

  • 9
Deila.