Vín þriðju aðventuvikunnar

Það er enginn skortur á góðum vínum og mörg mjög spennandi vín sem hafa verið að bætast við á þessu ári, auk þess sem „gamlir kunningjar“ endurnýjast í nýjum og oft góðum árgöngum. Toskana-vínin eiga sinn dygga hóp aðdáenda og nokkur mjög flott slík fáanleg s.s. Marchese Antinori Chianti Classico sem gert er úr þrúgum af Tignanello-ekrunni og hin klassísku Fonterutoli-vín frá Mazzei-fjölskyldunni og Chianti Rufina-vínin frá Selvapiana. Annað af helstu víngerðarsvæðum Ítalíu er Veneto og Amarone-vínin þaðan eiga vel við um þetta leyti, t.d. með villibráðinni. Einnar ekru Amarone-vínið Ca’Florian er dæmi um tilvalið rjúpuvín.  Spánn heldur líka áfram að senda okkur endalaust af spennandi vínum, Pasos de San Martin er eitt af nokkrum frábærum vínum frá Artadi sem hafa bæst í búðirnar nýlega sem og Toro-vínin Matsu El Recio og El Picaro. 

Skoðið alla víndóma með því að smella hér. 

Við höldum svo áfram að fjalla um spennandi vín fyrir áramótin.

 

Deila.