Peter Lehmann The Barossan Shiraz 2016

The Barossan er eins og nafnið gefur til kynna Shiraz-rauðvín frá Barossa-dalnum í Suður-Ástralíu. Þetta er líka ekta „barossan“, þykkt og massíft vín með djúpum ávexti. Það er dökkt, ávöxturinn sætur og þykkur, plómur, mokkakaffi, og vottur af myntu, nokkuð piprað og það má alveg finna smá „tyrkisk peber“ í bland við ávöxtinn. Mjúkt og feitt með góðri lengd.

90%

3.099 krónur. Frábær kaup. Vín sem ræður ágætlega við meðlætið með jólamatnum.

  • 9
Deila.