Escorihuela Garcon Malbec 2018

Bodegas Escorihuela er með elstu vínhúsum Mendoza í Argentínu en það var stofnað ári 1884 af Miguel Escorihuela sem nokkrum árum áður hafði flust frá Aragon á Spáni til Argentínu. Esorihuela var eitt af fyrstu vínhúsunum til að framleiða hreint Malbec-vín á þessum slóðum og meðal aðdáenda vínanna var forseti Argentínu Juan Peron, en þetta vín, President’s Blend er einmitt tileinkað honum. Fyrir um aldarfjórðungi eða svo keypti ein þekktasta vínfjölskylda Argentínu, Catena-fjölskyldan vínhúsið.

Þetta er ungt Malbec-vín, þykkt og mjúkt. Sultaðar plómur og bláberjabaka í nefi, eikin sæt og krydduð, vanilla og kaffi, tannín mjúk og þægileg. 

80%

2.921 krónur. Frábær kaup. Með nautasteikinni.

  • 8
Deila.