Marques de Casa Concha Merlot 2016

Casa Concha-línan frá Concha y Toro er mjög áhugaverð en hún endurspeglar fjölbreytileika vínsvæða Chile. Merlot-vínið í þessari línu kemur frá Maule, sem er víngerðarsvæði í suðurhluta Miðdalsins, suður af Maipo og Rapel. Þetta er dökkt vín af Merlot að vera, bæði í lit of yfirbragði. Krækiber í nefinu, dökkar plómur, apótekaralakkrís, míneralískt, kalk. Í munni kröftugt, tannískt og sýrumikið, svolítið hvasst, þarf að gefa tíma til að opna sig, má gjarnan umhella og mun alveg þola 2-3 ára geymslu.

80%

3.150 krónur. Mjög góð kaup.

  • 8
Deila.