Dill endurheimtir stjörnuna!

Það var söguleg stund á sínum tíma er Dill fékk Michelin-stjörnu fyrst íslenskra veitingahúsa og það var sorgarstund er Dill missti stjörnuna eftirsóttu á síðasta ári og lokaði skömmu síðar. En rétt eins og í góðu ævintýri var sagan ekki öll þótt að öll sund virtust lokuð. Gunnar Karl Gíslason, sem stofnaði Dill á sínum tíma í Norræna húsinu ásamt Ólafi Erni Ólafssyni opnaði haustið 2020 Dill á ný í Kjörgarði á Laugarvegi, þar sem veitingastaðurinn Nostra hafði verið starfræktur um skeið.

Gunnar Karl hefur fyrir löngu sýnt að hann er ekki einungis einn af bestu matreiðslumönnum Íslands, hann er snillingur á heimsmælikvarða sem sýndi sig er hann náði Michelin stjörnu fyrir Agern í New York, líklega einum harðasta samkeppnismarkaði heims í veitingahúsabransanum. Það ætti því ekki í sjálfu sér að koma á óvart að hann skyldi endurheimta Michelin-stjörnuna fyrir Dill – það sem kannski kom helst á óvart er að það liðu ekki margar vikur frá því að Dill opnaði á ný þar til að stjarnan var komin í hús.

Í umsögn Michelin er sérstaklega getið þess að eldhúsið leggur áherslu á sjálfbærni og að nútímalegum aðferðum sé beitt á gamlar hefðir íslenska eldhússins.

Fimm aðrir íslenskir veitingastaðir eru nefndir í Michelin 2020, auk Dill sem er eini stjörnustaðurinn fá Óx, Grillið, Sumac, Matur og drykkur og Moss sérstaka viðurkenningu.

 

Deila.