Purato Siccari Appassimento 2017

Purato eru ung og þægileg vín frá Feudo di Santa Tresa á Sikiley en vínhúsið er á suðausturhorni eyjunnar í héraðinu Vittoria rétt norðvestur  af Ragusa og Modica. Santa Tresa er einn helsti framleiðandi lífrænt ræktaðra vína á þessari suður-ítölsku eyju. Vínið er gert úr sólþurrkuðum þrúgum með appassimento-aðferðinni, sem upprunalega kemur frá Veneto, en Siccari þýðir einmitt „sólþurrkaður“ á mállýsku Sikileyjar. Vínið er dimmrautt, kirsuberjatónar, plómur og mild kryddangan, Ávöxturinn er nokkuð ferskur, vínið fer ekki yfir í „rúsínustílinn“ og það hefur mun þurrara yfirbragð en maður á von á.

70%

2.450 krónur. Mjög góð kaup. Með pizzu eða pasta og kjötsósu.

  • 7
Deila.