Lealtanza Crianza 2016

Bodegas Altanza er með yngri vínhúsum Rioja á Spáni en líka með þeim áhugaverðari. Það var stofnað af hópi athafnamanna í Rioja fyrir rúmum tveimur áratugum, árið 1998 og fyrstu vínin litu dagsins ljós einum fjórum árum síðar. Vínekrur Altanza ná í dag yfir eina 160 hektara og víngerðin er með þeim nútímalegri á svæðin.

Crianza vínið er þétt og þykkt, þroskuð rauð ber í nefinu, þurrkaður blómvöndur og dökkt súkkulaði, tannín eru þykk og mjúk, vínið langt og þokkafullt.

80%

2.499 krónur. Frábær kaup. Mjög fjölhæft matarvín, frá pasta yfir í rautt kjöt.

  • 8
Deila.