Casillero del Diablo Cabernet Sauvignon 2018

Casillero del Diablo er ein þekktasta vínlína Chile en heiti vínsins „kjallari kölska“ dregur nafn sitt af gamalli þjóðsögu. Concha y Toro-fjölskyldan á að hafa verði orðið langþreytt á hversu mikið vín hvarf úr vínkjallaranum í Maipo að hún kom þeirri sögu af stað að kölski sjálf hefðist þar við á nóttunni. Eftir það snardró úr heimsóknum óvelkominna gesta í kjallarann. Þetta er flottur og aðgengilegur Cabernet Sauvignon, áfengisprósentan er 12,5% sem gerir stílinn svolítið evrópskari en hjá mörgum Chile-vínum, það er dimmrautt á lit, þægilegur sólberjaávöxtur, bláber og mild eik, örlítil vanilla og vottur af reyk, ávöxturinn er djúpur og þykkur, ágætis sýra og mjúk tannín. Elegant vín fyrir peninginn.

80%

2.150 krónur. Frábær kaup. Með grilluðu kjöti.

  • 8
Deila.