Parmesan kjötbollur

Parmesan kjötbollur eru vinsæll réttur úr ítalsk-ameríska eldhúsinu en í Bandaríkjunum hafa margar klassískar ítalskar uppskriftir þróast áfram meðal íbúa af ítölskum uppruna og tekið á sig nýja mynd.

Hráefni í kjötbollur:

 • 800 gr kjöthakk, það má vera nautahakk eða nautahakk og grísahakk blandað saman
 • 4 hvítlauksgeirar, pressaðir
 • 1 lúka af (helst flatlaufa) steinselju, fínsöxuð
 • 1 lúka brauðmylsna, það er fínt að setja 2 sneiðar af brauði í matvinnsluvél
 • 50 g rifinn parmesanostur
 • 2 egg
 • 2-3 tsk ítölsk kryddblanda (Italian Seasoning) eða blanda af rósmarín og óreganó
 • salt og pipar

Blandið öllu saman í skál. Best er að nota hendurnar.  Mótið litlar bollur, t.d. með ísskeið og raðið í stórt eldfast mót. Eldið við 200 gráður í um 10-15  mínútur eða þar til bollurnar hafa tekið á sig lit.

Það sem við þurfum næst er:

 • ítölsk tómatasósa (marinara) en leiðbeiningar um hvernig maður gerir hana eru hér
 • parmesann ostur, rifinn
 • mozzarellaostur, rifinn

Takið mótið úr ofninum. Hellið tómatsósunni yfir Stráið vel af rifnum parmesan yfir. Stráið rifnum mozzarella-osti yfir.

Eldið áfram í ofni þar til að osturinn hefur bráðnað. Með þessu má hafa pasta, t.d. tagliatelle eða þá bara gott salat.

Fleiri kjötbolluuppskriftir eru hér

Fleiri ítalsk-amerískar uppskriftir eru hér

 

Deila.