Jacob’s Creek Chardonnay-Pinot Noir Brut

Þetta ástralska freyðivín frá Jacob’s Creek er gert úr sömu þrúgum og frönsku kampavínin, blanda úr Chardonnay og Pinot Noir. Það hefur þægilega angan, ferskur ávöxtur, sítrus,  gul epli og melóna. Þarna er líka smá vottur af geri, brioche og matarkexi. Vínið er þurrt en ávöxturinn hefur góða sætu og þykkt, er jafnvel rjómakenndur, þetta er gert úr þrúgum sem greinilega eru ræktaðar við heitari aðstæður en í Champagne. Freyðir vel og þægilega, hefur alveg þokkalega fágun. Nýtur sín best ískalt.

80%

1.999 krónur. Frábær kaup, traust og flott freyðivín.

  • 8
Deila.