Coto Mayor Crianza 2016

Vínhúsið El Coto er þekkt fyrir Rioja-vín í sígildum stíl en í Coto Mayor-línunni er áhersla á að draga ferskan ávöxt fram í auknum mæli auk þess sem að eik setur svip á vínið sem að hefur legið í ár í tunnum úr jafnt franskri sem amerískri eik áður en því er tappað á flöskur. Það hefur bjartan, dökkrauðan og nokkuð djúpan lit, rauð ber áberandi í nefi, kirsuber og sæt eik, vanilla og dökkristað kaffi. Það hefur nokkuð mjúka áferð í munni, mild tannín og sýra.

 

70%

2.199 krónur. Mjög góð kaup. Með grilluðu rauðu kjöti.

  • 7
Deila.