Villa Wolf Pinot Gris 2019

Villa Wolf eru vín sem Mósel-gúrúinn Ernst Loosen framleiðir í víngerðarhéraðinu Pfalz en hann tók yfir vínhúsið árið 1996. Í Pfalz er loftslag aðeins heitara en í Mósel og stíll þeirra því annar en Mósel-vínanna. Í Pfalz eru til dæmis mjög fínar aðstæður fyrir ræktun á Pinot-þrúgunum, ekki síst Pinot Noir og Pinot Gris. Hvítvínsþrúgan Pinot Gris er þekkt undir mörgum nöfnum, margir þekkja hana eflaust best undir ítalska heitinu Pinot Grigio. Eins og aðrar Pinot-þrúgur er uppruni hennar í Búrgund í Frakklandi en það var Þjóðverjinn Johann Ruland sem að uppgötvaði hana fyrst sem sérstæða þrúgu og lagði grunninn að vinsældum hennar. Hún er oft nefnd Ruländer í höfuðið á honum í Þýskalandi en líka Grauer Burgunder.Fölgult, í nefi perur, roðarunnaepli og sítróna. Í munni bjart og brakandi ferskt, ungt, þétt og flott. Skarpt, fókuserað og kryddað.

90%

2.395 krónur. Frábær kaup. Tilvalið sem fordrykkur eða með léttum sjávarréttum, flott með sushi.

  • 9
Deila.