Alphart Ried Tagelsteiner Chardonnay 2018

Weingut Alphart hefur getið sér orð sem einhver athyglisverðasti hvítvínsframleiðandi Austurríkis en vínhúsið á um 20 hektara af ekrum í Thermenregion suður af Vín. Hingað til höfum við fyrst og fremst fengið að njóta vína hér á landi sem að Alphart framleiðir úr sjaldgæfum þrúgum á borð við Neuburger og Rotgipfler en hérna er komið Chardonnay, þekktasta hvítvínsþrúga veraldar. Hún nýtur sín vel á ekrunni Ried Tagelsteiner þar sem jarðvegurinn einkennist af kalksteini.

Vínið er ljósgult, ferskjur, mild apríkósa, sítrusbörkur, eldspýta og ristaðar hnetur. Þurrt, margslungið í munni og töluvert míneralískt, þægileg selta í lokin.

90%

3.999 krónur. Frábær kaup. Með smjörsteiktum humar.

  • 9
Deila.