Durbanville Hills „The Promenade“ Pinotage 2017

Pinotage er þrúga sem er nær algjörlega bundin við víngerðarsvæði Suður-Afríku. Þar varð hún líka fyrst til sem blendingur úr tveimur klassískum frönskum þrúgum, Pinot Noir og Cinsault. Þótt sveiflur hafi verið í ræktun á Pinotage í Suður-Afríku í gegnum árin eftir því sem tískuvindarnir blása má engu að síður segja að þetta sé sú þrúga sem er hvað mest einkennandi fyrir suður-afríska víngerð.  Vín úr Pinotage eru yfirleitt heit og krydduð, karaktermikil vín sem menn annað hvort elska eða hata. Vínhúsið Durbanville Hills er nýlegt og nútímalegt, staðsett rétt norður af Höfðaborg. Þetta Pinotage er úr Collectors Reserve-línunni og var 14 mánuði á eik.

Vínið er dökkrautt með byrjandi þroska, svartur, kryddaður, heitur ávöxtur, trönuber, mikill reykur, leður, viður, nýbökuð jólakaka og kanilstangir. Fínlegra í munni en maður á von á, flókið og fínlegt.

 

90%

3.299 krónur. Frábær kaup. Með hægelduðu og bragðmiklu kjöti.

  • 9
Deila.