Codorniu Raventós Seleccion de Familia Brut

Codorniu er með elstu og þekktustu Cava-húsum Spánar og var lengst af í eigu Raventós-fjölskyldunnar. Seleccion de Familia ber einmitt nafn hennar, þetta er Cava gert með kampavínsaðferðinni, þ.e. sígildri flöskugerjun og það er líka Chardonnay í blöndunni ásamt hinni hefðbundnu katalónsku Xarello-þrúgu. Þetta er fágað og flott Cava, þurrt út í gegn, mild angan af grænum eplum, kexi og ristað brauð, freyðir vel, þægilegar og fínlegar bólur, ferskt og sýrumikið.

80%

2.499 krónur. Frábær kaup. Fínn fordrykkur eða til að skála í.

  • 8
Deila.