Gerard Bertrand Art de vivre Clairette 2018

Art de Vivre er nýjung frá Languedoc-kónginum Gerard Bertrand hér á landi. Vínið er óður til upphafs víngerðarinnar í Frakklandi og það er ekki í glerflösku heldur flösku úr leir í anda amfóranna sem notaðar voru við upphaf víngerðarinnar á þessu svæði. Þetta hvítvín kemur úr þrúgunni Clairette sem er með elstu þekktu vínþrúgum Frakklands, hún hefur verið ræktuð að minnsta kosti frá miðöldum. Vínræktin er enn eldri á ekrunum í Clairette du Languedoc, á sér um tvö þúsund ára sögu. Clairette er þrúga sem að við heyrum ekki oft nefnda, hún er hins vegar mjög útbreidd í suðurhluta Frakklands í héruðunum Rhone, Provence og Languedoc. Vínið er ljósgult og nefið mjög ferskt og arómatískt, niðursoðnar ferskjur og perur, blóm og ristaðar möndlur, þykkt með björtum og sætum ávexti, myndi líklega flokkast sem „off dry“ en líka ferskri og hressilegri sýru.

90%

2.799 krónur. Frábær kaup. Berið fram vel kælt. Með t.d. graflaxi og sósu.

  • 9
Deila.