Casillero del Diablo Reserva Privada Cabernet Sauvignon 2017

Það má segja að Reserva Privada sé „spariútgáfan“ af Casillero del Diablo. Cabernet-vínið er gert úr þrúgum frá Maipo og látið liggja á tunnum úr franskri eik í ár áður en því er tappað á flöskur. Dökkt á lit og í nefinu taka á móti reykur, dökkristaðar kaffibaunir, mentol og þroskuð sólber, þetta er aflmikið vín, meira í kraftinum en fínleikanum, tannín mikil, míneralískt í lokin.

80%

2.899 krónur. Frábær kaup. Með nautakjöti.

  • 8
Deila.