Les Mamettes 2018

Les Mamettes er hvítvín úr smiðju Jeff Carrell og líkt og önnur vín hans sem hér fást kemur það frá franska Miðjarðarhafssvæðinu Languedoc, nánar tiltekið IGP-víngerðarsvæðinu Cotes Catalanes. Blandan er nokkurn veginn til helminga þrúgurnar Carignan Blanc og Grenache Gris af gömlum vínvið. Vínið er fölgult, í nefinu þægileg sítrus og ferskjuangan, vottur af vanillustöng og möndlum. Það er þurrt í munni, þægileg sýra, smá mjör og selta sem fylgir út í gegn

Deila.