Chateau du Domaine de l’Eglise 2016

Domaine de l’Eglise er talið vera elsta vínhús og með elstu vínekrur Pomerol í Bordeaux. Ekrur hússins eru sex hektarar og til eru heimildir um víngerð undir þessu nafni allt frá árinu 1598. Vínhúsið hefur verið í eigu Emilie Casteja frá árinu 1972 en hann á einnig Chateau Batailley í Pauillac og Chateau Trotte Vieille í Saint-Emilion.

Þetta er klassískur Pomerol, blandan er 96% Merlot og 4% Cabernet Franc, ávöxturinn í nefinu er þroskaður og sætur, sólberjalíkjör og kirsuber, blýantsydd, svartar ólífur og jörð, eikin sæt og samofin ávextinum, dökkristataðar kaffibaunir, tannín eru þétt og mjúk, vínið vel strúktúrerað og með góða lengd, míneralískt. Þarf tíma til að opna sig. Vín til að geyma í 5 ár plús. Umhellið.

100%

9.047 krónur. Frábær kaup. Með vel hanginni nautasteik, með andarbringum og appelsínusósu. Með hreindýrakjöti.

  • 10
Deila.