
Sauvignon Blanc er í dag ræktuð um allan heim en eins og raunin er með flestar „alþjóðlegar“ þrúgur er uppruni hennar í Frakklandi. Þar er hún mikið ræktuð ekki síst í Bordeaux og við bakka fljótsins Loire sem rennur frá miðju Frakklands til sjávar í vestur. Þekktustu Sauvignon Blanc-vínin á því svæði eru í kringum þorpin Sancerre og Pouilly þar sem vínhús Bourgeois-fjölskyldunnar er að finna. Þrúgurnar í þessu víni koma hins vegar af ekrum annars staðar í Loire. Þetta er ung og sprækt hvítvín, fölgult og nefið er ferskt með skörpum ávexti, limebörkur, ástaraldin og greip, þurrt, spriklandi ferskt og sýruríkt.
80%
2.899 krónur. Frábær kaup. Með skelfiski, með smjörsteiktum fiski og sítrónu. Tilvalinn fordrykkur eða í kokteilboðið.
-
8