Réttirnir fyrir páskabrönsinn

Það er vinsælt að bjóða í páskabröns að morgni páskadags og bjóða þá upp á margvíslegt góðgæti annað en súkkulaðið sem óhjákvæmilega verður að vera með í formi páskaeggja. Eitt sem aldrei klikkar, að minnsta kosti ekki á þeim heimilum þar sem við þekkjum til, er að fara amerísku leiðina og bjóða upp á French Toast (sem í Evrópu er kennd við fátæka riddara)  og amerískar pönnukökur. Hvoruveggja með hlynsírópi. Þá má baka bláberjamúffur og gera ljúffengt bananabrauð. Og ef þið viljð virkilega slá í gegn ættuð þið að prufa það sem þar vestra er kallað „Pull Apart Bread“ eða kanilbunkalengju.

Svo eru margvíslegar bökur auðvitað ómissandi – t.d. með sólþurrkuðum tómötum og ólífum eða fetaosti og furuhnetum.

Þessar uppskriftir og margar í viðbót geturðu séð með því að smella hér.

 

 

Deila.