Fleurs de Prairie 2019

Franska Miðjarðarhafshéraðið Provence er í víngerð þekktast fyrir rósavínin sín og segja má að þetta sé það víngerðarsvæði sem standi hvað fremst á því sviði. Fleur de Prairie rósavínið er blanda úr suður-frönsku þrúgunum Grenache, Cinsault, Syrah auk smáskvettu af Bordeaux-þrúgunni Cabernet Sauvignon. Föllaxableikt, mild angan af jarðarberjum og rifsberjum, í munni þykkur og feitur ávöxtur, greipbörkur og perubrjóstsykur, þétt, langt og sýrumikið.

80%

2.699 krónur. Frábær kaup. Með ljósu kjöti, t.d. kalkún.

  • 8
Deila.