Beringer Knight’s Valley Cabernet Sauvignon 2014

Knights’s Valley er eitt af elstu AVA-víngerðarsvæðunum í Sonoma County, má segja að það sé á milli Alexander Valley og Chalk Hill austanmegin og bæinn Calistoga nyrst í Napa County vestan megin. Þetta er afskekkt svæði miðað við Kaliforníu, heitt og þurrt og þarna njóta Bordeaux-þrúgurnar sín vel. Það er farið að sýna þroska í lit og nefi en ber hann vel, þetta er flottur tímapunktur að njóta þessa víns en hefur kannski ekki mikið upp á sig að geyma í einhver ár í viðbót. Liturinn er dimmmórauður, þykkur, feitur ávöxtur, sultuð sólber og plómur, kryddað, þarna er kanilstöng og vanilla, mjög míneralískt í nefi og munni, þykkt og feitt. Steikarvín.

90%

6.199 krónur. Frábær kaup. Með góðri fitusprengdri nautasteik, t.d. Tomahawk.

  • 9
Deila.