Decoy Sauvignon Blanc 2018

Þetta Sauvignon Blanc-vín kemur frá Sonoma County í Kaliforníu en það er stórsvæði sem nær yfir ein 18 AVA-svæði en AVA er svipuð skilgreining og í franska appelation-kerfinu. Decoy er systurvíngerð Duckhorn og þetta er hvítvín þar sem Sauvignon tekur á sig kaliforníska mynd. Oft eru vínin úr þrúgunni skörp, grösug og sítrusmikil. Hér er ávöxturinn hins vegar opinn, sætur og suðrænn, vínið ljósgult, sætar og þroskaðar gular melónur í nefi, ferskjur, greipávöxtur og lemon curd. Mjúkt og ferskt, ávöxturinn þykkur og langur.

80%

4.964 krónur. Mjög góð kaup.

  • 8
Deila.