Vínhúsið Willm er á vínleiðinni eða Route du vin á milli Strassborgar og Colmar í Alsace í Frakklandi, nánar tiltekið í smábænum Barr. Willm-fjölskyldan, sem þá rak veitingahús í Barr, stofnaði víngerðina 1896 og náði fljótt undraverðum árangri í útflutningi.
Pinot Gris þrúgan (sú sama og margir þekkja líklega undir ítalska heitinu Pinot Grigio) er ein af hinum sígildu þrúgum Alsace. Þótt Pinot Gris sé flokkuð sem hvítvínsþrúga er hún náskyld Pinot Noir og þegar þrúgurnar ná góðum þroska taka þær á sig ljósfjólubláan blæ. Liturinn er ljós og tær, ávöxturinn ferskur, sítrus ríkjandi, lime og sítróna, sæt melóna, í munni mjúkt með mildum sætum ávexti, vott af hunangi einnig nægilegri sýru til að viðhalda léttleika og ferskleika.
2.999 krónur. Frábær kaup. Með reyktum eða gröfnum laxi. Með bleikju, rækjum, jafnvel rækjukokteil.
-
8