Isole e Olena Chianti Classico 2007

Isole e Olena er eitt besta og athyglisverðasta vínhús Chianti í Toskana á Ítalíu. Nafn vínhússins má rekja til tveggja sveitabýla, Isole og Olena, sem de Marchi fjölskyldan festi kaup á á sjötta áratug síðustu aldar.

Paolo de Marchi eltir ekki tískusveiflur heldur leggur áherslu á að bæta vín sín jafnt og þétt og viðhalda hinum eðlilega stíl héraðsins. Hér rækta menn Sangiovese-þrúguna með ástríðu.

Isole e Olena Chianti Classico 2007 er með þeim bestu árgöngum sem ég hef smakkað þessu víni. Dökkt með a angan svörtum kirsuberjum og plómusultu, eik sem smýgur í gegn, í munni teblöð og mentól, sem bætir við örlítilli beiskju, vínið tannískt og þéttvaxið að upplagi. Þetta vín mun bara batna á næstu árum og það borgar sig að umhella því.

Með t.d. lambahrygg, kótilettum og nautasteikum.

3.190 krónur.

 

 

Deila.