Þetta eru góð rúnstykki úr rúgmjöli og deigið þarf ekki að hnoða.
- 4 dl kalt vatn
- 240 g hveiti
- 150 g rúgmjöl
- 1 msk hunang
- 1 tsk salt
- 1/2 tsk þurrger
- sólblómafræ
Hrærið hveiti, rúgmjöl og salt saman. Blandið hunangi, geri og vatni saman og hrærið síðan út í hveitið með sleif. Deigið er nokkuð klístrað. Þekið skálina með plastfilmu og leyfið því að hefa sig í átta klukkustundir að lágmarki.
Þegar deigið er búið að hefa sig er hveiti stráð á borðið og deiginu hellt ofaná. Mótið það þannig að það myndi ferkant og brjótið síðan saman einu sinni. Það á þá að vera í laginu eins og snittubrauð. Penslið með vatni og stráið sólblómafræjunum yfir. Leyfið deiginu að lyfta sér aftur í um hálftíma.
Hitið ofninn í 275 gráður. Best er að hita pizzastein í ofninum.
Skerið deigið í um 8-10 bita. Takið pizzasteininn úr ofninum, setjið á hann bökunarpappír og síðan bollurnar. Ef þið eruð ekki með pizzastein eru þær settar á venjulega bökunarplötu.
Bakið í 11-12 minútur.