Beronia Crianza 2008

Vínhúsið Beronia í Rioja er tiltölulega ungt en hefur náð að festa sig í sessi sem eitt af gæðavínhúsum héraðsins.Beronia á 30 hektara af ekrum í Rioja en er einnig með langtímasamninga við marga bændur svæðisins um kaup á þrúgum.

Vínið Crianza 2008 er eikað með töluverðri vanillu og kryddi í nefi, ávöxturinn rauður, ungur og kröftugur, þægilega mjúkt og vel gert, fín mjúk tannín í munni og vottur af lakkrís/anis í lokin. Klassa Crianza.

2.098 krónur. Góð kaup.

Deila.