Grillaður ananas í rommi

Það er engin þörf á því að láta gestina bíða á meðan maður gerir eftirréttinn eins og þessi ananasréttur sannar. Og þar sem að hann er eldaður á grillinu hentar hann einstaklega vel til að tryggja góðan endi á grillveislunni. .

  • 1 ananas
  • 1,5 dl  dökkt romm (Við notuðum Havana Club 7 Anejo)
  • 1,5 dl púðursykur
  • 0,5 dl hunang
  • 1/2 appelsína (safinn pressaður)

Blandið saman rommi, púðursykri, hunangi og safanum af appelsínunnni eða þar til púðursykurinn leysist upp.

Skerið endana af ananasinum. Skerið utan af honum. Sneiðið niður. Penslið sneiðarnar með rommleginum og grillið í um 3-4 mínútur á hvorri hlið. Penslið áfram með leginum á meðan.þið grillið.

Skerið ananas-sneiðarnar í bita og skiljið harða kjarnann í miðjunni eftir.Setjið í skálar eða á diska.

Berið fram með vanilluís eða þeyttum rjóma.

Deila.