Leitarorð: Fréttir

Fréttir

Þó flestir tengi vafalaust viský við Skotland þá eru merkilegt nokk framleidd lygilega góð viský í Japan. Þetta er heldur engin bóla, það er komin nokkuð löng hefð fyrir viskýframleiðlu í Japan en hún hófst á nítjándu öld.

Fréttir

Gérard Bertrand í Languedoc í Suður-Frakklandier framsækið vínfyrirtæki sem leggur áhersla á lífræna ræktun hágæðavína. Þau eru nú fáanleg á Íslandi í fyrsta skipti, á veitingahúsum og í Fríhöfninni í Keflavík til að byrja með. Á því verður hins vegar breyting í næsta mánuði þegar nokkur vín koma inn í vínbúðirnar.

Fréttir

Breski stjörnukokkurinn Gordon Ramsay hefur ljáð mörgum veitingastöðum nafn sitt á síðustu árum auk þess að vera stórtækur í gerð sjónvarpsþátta á borð við Hells Kitchen. Veitingahús í Montreal sem tók upp samstarf við Ramsay hefur nú ákveðið að slíta öll tengsl og segir hann ekki hafa sinnt veitingahúsinu sem skyldi og hreinlega áttaði sig ekki á hvað húsið stæði fyrir.

Fréttir

Virtasta vínrit Ítalíu, Gambero Rosso, gaf út á dögunum hver væru bestu kaupin í ítölskum vínum. Meðal þeirra vína sem hlutu þessa viðurkenningu er vín sem fáanlegt er hér á land, Leonardo Chianti 2010.

Fréttir

Það heyrir til á þessum árstíma að horfa yfir farinn veg og því ekki úr vegi að velta fyrir sér hvaða vín standi upp úr af þeim tvö hundruð vínum sem tekin hafa verið til umfjöllunar á því ári sem nú er að líða. Mörg hafa verið mjög góð, sum ágæt og einstaka vín alveg hreint frábært.

Fréttir

Þegar fer að líða að jólum bíða Danir spenntir eftir því að jólaákavítið frá Aalborg komi á markaðinn en þar í landi er rík hefð fyrir því að bera fram ískaldan snafs með julefrokost-borðinu.

Fréttir

Canepa í Chile var stofnað á fyrri hluta síðustu aldar af ítalskri innfllytjendafjölskyldu frá Genoa og leggur fyrirtækið enn rækt við hinn ítalska uppruna sinn. Á dögunum var hér staddur Manuel Infante frá Canepa og hélt hann smökkun á vínum fyrirtækisins á Centrum Hotel í Reykjavík.

Fréttir

Einstakur jólamatarmarkaður verður haldinn laugardaginn 10. desember kl 12-16 fyrir utan verslunina Búrið í Nóatúni 17. Þar verður komið upp risastóru tjaldi þar sem á annan tug framleiðenda og bænda munu kynna afurðir sínar bjóða til sölu.

Fréttir

Stella Artois er vinsælasti bjór Belgíu og er fáanlegur í sérstakri jólaútgáfu fyrir þesis jól og má að segja að þar sé horfið aftur til upprunans.

1 2 3 4 16