Leitarorð: marinering

Uppskriftir

Þetta er hörkugóður grillaður kjúklingur í anda bandaríska suðvestursins þar sem mexíkóskra áhrifa gætir mikir. Hægt er að nota hvort sem er heilan kjúkling klipptan í bita eða þá skinnlausar kjúklingabringur. Með kjúklingnum höfum við svo heimatilbúið Guacamole og paprikusósu.

Uppskriftir

Þetta er kröftug og krydduð útgáfa af Fajitas. Best er að nota þunnar sneiðar af nautakjöti, t.d. sirloin og mikilvægt að marinera í að minnsta kosti hálfan sólarhring.

Uppskriftir

Þessi kryddlögur hentar einstaklega vel með lambalæri og það er hægt að nota jafnt lambalæri sem sneiðar af innralæri. Sérríið skiptir miklu máli enda ræður það ferðinni í bragðinu.

Uppskriftir

Lærið er einhver besti bitinn af lambinu eins og Íslendingar þekkja vel. Til að grilla það er best að láta kjötborðið úrbeina það og skera í „butterfly“. Með því að láta það liggja í þessum kryddjurta- og rauðvínslegi fáið þið magnaða máltíð.

Uppskriftir

Hér er það sinnep og estragon sem gefa bragðið í kryddlöginn sem við látum kjötið liggja í áður en við grillum og sinnepsfræin, og koníak eru punkturinn yfir i-ið.

Uppskriftir

Lime, chili og kóríander eru notuð í mörgum mexíkóskum réttum og þessi réttur er enginn undantekning. Það er mikið af chilipipar í þessu en það er ekkert að óttast. Ef hann er fræhreinsaður vel er hann ekkert hættulega sterkur þegar búið er að elda hann eða marínera með lime-safa.

Uppskriftir

Tedda í Adelaide í Ástralíu sendi Vínótekinu þessar uppskriftir af fimm áströlskum kryddlögum og kryddblöndum sem eru góðar að nota á grillkjötið og jafnvel fiskinn.

1 2 3