Fyllt lambalæri að hætti Grikkja

Þessi uppskrift kemur upprunalega frá Grikklandi. Lambalærið þarf að vera úrbeinað og skorið út í svokallað fiðrildi eða „butterfly“.

Það þarf að gera annars vegar kryddlög og hins vegar fyllingu áður en við höldum lengra:

Kryddlögur

 • 1 dl ólívuolía
 • 1 dl hvítvín
 • safi úr hálfri sítrónu
 • 1 tsk þurrkað timjan eða óreganó
 • 1 lárviðarlauf, mulið
 • 3-4 hvítlauksgeirar, pressaðir
 • salt og pipar

Fylling

 • 8 skalottulaukar, fínsaxaðir
 • 1 búnt steinselja, fínsaxað
 • 1 búnt dill, fínsaxað
 • 4 hvítlauksgeirar, pressaðir
 • 350 grömm Fetaostur

Blandið öllu saman sem á að fara í kryddlöginn í stórri skál. Setjið lærið ofan í og veltið vel upp úr leginum. Látið það marínerast í nokkrar klukkustundir, gjarnan yfir nótt.

Hitið ofninn í 180 gráður.

Blandið saman saxaðri steinseljunni, dillinu, skalottulaukunum og hvítlauknum. Myljið fetaostinn saman við.

Takið lærið úr kryddleginum og opnið. Setjið fyllinguna á miðjuna og lokið lærinu aftur. Festið saman með snæri. Setjið á fat, hellið kryddleginum yfir og eldið í ofninum í tvær og hálfa klukkustund.

Bakaðir eða steiktir kartöflubátar eru mjög góðir með og græn salat.

Því miður eru grísk rauðvín ekki í boði og við verðum því að leita annað. Vín á borð við Perrin Reserve Cotes-du-Rhone-Villages eða Torres Gran Coronas smellpassa.

 

Deila.