Leitarorð: önd

Uppskriftir

Ef eitthvað er virkilega franskt þá er það Confit de Canard. Andalæri sem hafa verið hægelduð í andafitu og eru síðan yfirleitt soðin niður. Þegar þau eru síðan elduð á nýjan leik magnast bragðið upp.

Uppskriftir

nd á einstaklega vel við sósur úr berjum og ávöxtum. Plómusósur eru til í mörgum útgáfum með önd og sú þekktasta er líklega sú kínverska sem notuð er með Peking-önd. Hér gerum við hins vegar franska plómusósu.

Uppskriftir

Önd með ólívum eða Canard au Olives er klassískur franskur réttur en ólívur virðast einhvern veginn falla fullkomlega að öndinni.

Uppskriftir

Öndin er Dönum það sem rjúpan er Íslendingum, sem sýnir kannski hve Danir eru komnir langt frá allri villibráð. En eins og Íslendingar eru þeir náttúrlega mjög íhaldssamir í uppskriftum af jólamat, enda jóladagarnir ekki heppilegur tími fyrir tilraunaeldhús nema hjá mjög hugdjörfu fólki.

Uppskriftir

Önd er einhver vinsælasti maturinn hjá Dönum á jólunum. Yfirleitt er öndin fyllt með sveskjum og eplum og soðið af öndinni notað í sósuna.

Uppskriftir

Þessi uppskrift er tímafrek að því leytinu til að það er ekki fyrr en á þriðja degi sem öndin er elduð. Biðin er hins vegar þess virði og hvert skref uppskriftarinnar er einfalt í framkvæmd.

Uppskriftir

Það er rík hefð fyrir því að elda önd bæði í Frakklandi og Kína og hér mætast brögð úr þessum tveimur megineldhúsum í sósunni með öndinni.

Uppskriftir

Það er því miður ekki hægt að ganga að kirsuberjum vísum á Íslandi allt árið. Það er þó helst á þessum árstíma sem miklar líkur eru á að rekast á kirsuber í búðum. Það er hægt að nota bæði fersk og frosin ber í þessa uppskrift og sömuleiðis er tilvalið að frysta fersk ber þegar þau eru fáanleg.