Eplabaka Vivian

Ég veit ekki hver þessi Vivian er sem kokkteillinn heitir eftir en þetta er sæt og örlítið kanilkryduð útgáfa af Epla Martini sem er mjög forvitnileg.

1,5 cl Vodka

3 cl De Kuyper Sour Apple

1,5 cl sykursíróp

Skvetta af eplasafa, lítil mulin eplasneið, örlítið af kanil.

Setjið allt saman í kokkteilhristara ásamt klaka, hristið og hellið í Martini glas. Skreytið með eplaskífu og/eða kanilstöng.

Deila.