Þessi uppskrift að kjúklingapasta er ítalski einfaldleikinn í hnotskurn. Fljótleg, auðveld en samt svo svakalega fullkomin.
- 500 g „Ítalía“ Spaghetti eða Tagliatelle
- 600 g úrbeinað kjúklingakjöt, lundir, læri eða bringur
- safi úr einni sítrónu
- 1 væn lúka af fínt saxaðri flatlaufa steinselju (Fjallasteinselja)
- 75 g rifinn parmesanostur
- „Ítalía“ ólífuolía
- sjávarsalt og nýmulinn pipar
Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum.
Skerið kjúklinginn í litla bita. Hitið olíu á pönnu og brúnið bitana í 4-5 mínútur eða þar til að þeir eru eldaðir í gegn. Geymið og haldið heitum.
Pískið saman um 2 -3 msk af ólífuolíu og sítrónusafanum. Bætið rifnum parmesan, saxaðri steinselju, salti og pipar saman við. Pískið vel saman.
Blandið pasta, sósunni og kjúklingnum saman í skál. Berið strax fram með aukaskammt af rifnum parmesan.