Fleur du Cap Chardonnay Bergkelder Selection 2012

Fleur du Cap er eitt af vínhúsunum sem tengjast Bergkelder, einhverri merkilegustu stofnun suður-afríska víniðnaðarins. Vínhús og vínkjallari sem byggður var við rætur fjallsins Papegaaiberg skammt frá Stellenbosch. Kjallarar Bergkelder teygja sig inn í fjaliið og eru vinsæll áningarstaður ferðamanna.

Bergkelder var opnaður árið 1967 og gegndi mikilvægu hlutverki í nútímavæðingu suður-afrískrar vínframleiðslu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Mörg af þekktustu vínhúsum Suður-Afríku tengdust þá Bergkelder en nú eru vínin frá Fleur du Cap helsta flaggskip þeirra.
Sætur suðrænn ávöxtur i nefi, ananas, sítrónubörkur, ferskjur, vanilla, mild eik. Mjúkt og milt í munni mild sýra.  Kannski ekki karaktermikið, þetta er „dæmigert“ nýjaheims-chardonnay, en sem slíkt mjög vel gert, þægilegt og aðgengilegt.

1.999 krónur. Frábær kaup.Hálf viðbótarstjarna fyrir hlutfall verðs og gæða.

Deila.