
Hvítvínið frá Baron de Ley hefur lengi verið með bestu kaupum í sínum verðflokki. Það tekur nú nokkrum breytingum milli ára sem að gerir vínið ef eitthvað er betra. Hingað til hefur blandan verið Viura og Malvasia en nú eru það þrúgurnar Garnacha Blanca og Tempranillo Blanco sem koma í stað Malvasia. Liturinn er fölgulur og nefið er ferskt, sítrus, greip og sítrónubörkur og ferskar kryddjurtir, grösugt. Í munni bjartur ávöxtur, fersk sýra.
80%
1.999 krónur. Frábær kaup. Fínn fordrykkur, fínt með sushi og mildu sjávarfangi.
-
8